Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland sér ekki eftir því að hafa kastað boltanum í Gabriel
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir að Manchester City jafnaði undir lok stórleiksins gegn Arsenal kastaði Erling Braut Haaland, framherji City, boltanum í hausinn á Gabriel.

John Stones jafnaði metin á 98. mínútu og Haaland kastaði boltanum í varnarmann Arsenal.

Það myndaðist smá hiti og atvikið var skoðað í VAR en ákveðið var að grípa ekki inn í. Eftir leik sagði Gabriel svo að Arsenal væri að bíða eftir því að City kæmi í heimsókn á þeirra völl.

Haaland tjáði sig um atvikið í dag og kveikti mögulega enn frekar í rígnum milli toppliðanna.

„Ég sé ekki eftir mörgu í mínu lífi. Í hita augnabliksins þá gerðust hlutir í leiknum. Það sem gerist á vellinum er skilið eftir á vellinum. Þannig er þetta," sagði Haaland sem átti ekki neina stjörnuframmistöðu á fréttamannafundi norska landsliðsins í dag.

Hann var frekar stuttorður á fundinum og var ekki hrifinn af nokkrum spurningum blaðamanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner