Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Álasund lýkur tímabilinu á að sigra toppslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn er Álasund vann toppslaginn gegn Sandefjord í lokaumferð tímabilsins í norsku B-deildinni. Álasund var löngu búið að tryggja sér toppsætið og því aðeins verið að spila uppá stoltið.

Hólmbert Aron Friðjónsson fékk að spila síðasta hálftímann í sigrinum á meðan Davíð Kristján Ólafsson sat á bekknum.

Í liði Sandefjord spilaði Emil Pálsson allan leikinn á miðjunni. Bæði lið munu leika í efstu deild á næsta ári.

Aron Sigurðarson var þá utan hóps hjá Start sem var búið að tryggja sér þriðja sætið fyrir lokaumferðina. Start lagði Notodden á útivelli og gæti um leið hafa fellt liðið, sem þarf núna að vinna umspilsleik til að halda sætinu.

Aalesund 3 - 1 Sandefjord
0-1 W. Kurtovic ('21)
1-1 T. Agdestein ('24)
2-1 N. Castro ('69)
3-1 T. Agdestein ('79

Notodden 0 - 2 Start
0-1 Martin Ramsland ('27)
0-2 Martin Ramsland ('58)
Athugasemdir
banner
banner
banner