Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 06:30
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi til móts við landsliðshópinn í dag - Tvö neikvæð próf
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, kemur til móts við íslenska landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag en RÚV greinir frá þessu.

Arnór Ingvi varð sænskur meistari með Malmö í gær en eftir leik liðsins gegn Sirius greindist liðsfélagi hans Anders Christiansen með kórónuveiruna.

Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að leikmenn Malmö væru á leið í sóttkví en Arnór Ingvi fær að fara til móts við íslenska landsliðið.

Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ sagði við RÚV að allir í íslenska hópnum færu í skimun fyrir kórónuveirunni áður en þeir kæmu til Þýskalands og svo færu allir í hópnum aftur í skimun á morgun.

Arnór Ingvi væri þegar búinn að fara í tvö próf sem hefðu reynst neikvæð og því komi hann til liðs við íslenska hópinn í Augsburg í dag. Ómar tók þó fram að farið yrði sérstaklega varlega með hann um sinn. En það ætti þó reyndar við um allan hópinn á COVID tímum.

Arnór Ingvi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands að undanförnu og reikna má með að hann byrji á vinstri kantinum gegn Ungverjum á fimmtudag.

UPPFÆRT 11:20
Arnór Ingvi verður ekki með gegn Ungverjum
Athugasemdir
banner
banner
banner