Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. nóvember 2020 11:55
Elvar Geir Magnússon
Eto'o heppinn að sleppa heill úr bílslysi
Bifreið Eto'o er illa farin.
Bifreið Eto'o er illa farin.
Mynd: Twitter
Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona og Chelsea, er á sjúkrahúsi í Kamerún eftir að hafa lent í bílslysi.

Eto'o slapp heill úr slysinu og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af ökutæki hans þá verður hann að teljast ansi heppinn. Hann lenti í árekstri við rútu.

Eto'o er 39 ára og er frá Kamerún. Hann var staddur í brúðkaupi í landinu um helgina og var á heimleið þegar slysið átti sér stað.

Bifreiðin sem hann keyrði er afar illa farin en sjálfur vonast Eto'o eftir því að útskrifast af sjúkrahúsinu í dag.

Engin dauðsföll urðu í bílslysinu en rútan lenti í árekstri við tvo bíla.

Eto'o lagði skóna á hilluna en spilaði síðast fyrirQatar SC. Hann varð fjórum sinnum leikmaður ársins í Afríku og skoraði 130 mörk á fimm tímabilum með Barcelona. Hann vann fullt af stórum titlum á ferlinum og lék meðal annars með Inter.
Athugasemdir
banner
banner