mán 09. nóvember 2020 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Talið er að Ísland gæti mætt Englandi í Albaníu eða hann verði gefinn
Icelandair
Ísland og England gætu mæst í Albaníu
Ísland og England gætu mæst í Albaníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og England eiga að mætast í Þjóðadeildinni á miðvikudag í næstu viku en leikurinn á að fara fram á Wembley. Leikurinn er hins vegar í uppnámi vegna nýrra sóttvarnarreglna. Enska knattspyrnusambandið fundaði með enskum stjórnvöldum í dag til að leysa málið en það virðast þó aðeins tveir kostir í stöðunni.

Enska landsliðið er í góðum möguleika á að komast upp úr riðli 2 í A-deildinni en liðið er með 7 stig þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er hins vegar fallið niður í B-deildina.

Íslenska landsliðið spilar við Dani í Kaupmannahöfn á sunnudag og átti síðan að mæta Englendingum á Wembley en leikmenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Englands og virðist því nánast útilokað að spilað verði á Wembley.

Enska knattspyrnusambandið hefur rætt við bresk stjórnvöld um að veita Íslendingum undanþágu en skilaboðin hafa þó verið skýr. Það verða engar undanþágur gerðar og því er reynt að vinna að því að spila á hlutlausum velli. Það hefur verið rætt að spila í Grikklandi en UEFA segir að lönd á borð við Ungverjaland, Kýpur og Pólland hafi einnig boðist til að leggja fram hjálparhönd.

Samkvæmt frétt Guardian í kvöld gætu liðin einnig mæst í Albaníu en í gær greindust 500 ný smit í landinu. Ef knattspyrnusambandið nær ekki að finna lausn með stjórnvöldum gæti England þurft að gefa leikinn og yrði því íslenska landsliðinu dæmdur 3-0 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner