Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 09. nóvember 2024 23:43
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Leao skoraði tvö í sex marka jafntefli - Juventus vann slaginn um Tórínó
Rafael Leao gerði tvö fyrir Milan
Rafael Leao gerði tvö fyrir Milan
Mynd: EPA
Gabriele Zappa og Rafael Leao skoruðu báðir tvívegis er Cagliari og Milan gerðu 3-3 jafntefli í Seríu A á Ítalíu í kvöld. Juventus marði þá 2-0 sigur á Torino í borgarslag.

Nadir Zortea skoraði með þrumuskoti úr teignum eftir hornspyrnu en Milan svaraði tólf mínútum síðar. Tijjani Reijnders hefur verið einn af bestu mönnum ítölsku deildarinnar á þessu tímabili og hélt hann áfram að sýna snilli sína í kvöld.

Hann lyfti boltanum yfir vörn Milan og á Rafael Leao sem vippaði honum yfir markvörð Cagliari og í netið.

Leao gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks. Youssouf Fofana sendi langan bolta í gegn á Leao sem skoraði af öryggi.

Gabriele Zappa jafnaði metin snemma í síðari. Hann slapp í gegn hægra megin og setti boltann framhjá Mike Maignan í markinu.

Mílanó-menn komust í 3-2 á 69. mínútu. Tammy Abraham var réttur maður á réttum stað eftir að markvörð Cagliari hafði varið skot Christian Pulisic út í teiginn og skoraði enski sóknarmaðurinn af stuttu færi.

Gestirnir gátu lítið gert í þriðja marki Cagliari sem kom á 89. mínútu. Fyrirgjöfin kom frá vinstri og út í teiginn, en þar mætti Zappa á ferðinni, tók skotið viðstöðulaust á lofti og hamraði honum efst í hægra hornið. Óverjandi skot.

Lokatölur 3-3. Ekkert sérstaklega góð úrslit fyrir Milan sem er í 7. sæti með 18 stig á meðan Cagliari er í 16. sæti með 10 stig.

Timothy Weah og Kenan Yildiz sáu til þess að Juventus ynni slaginn um Tórínó-borg.

Weah skoraði á 18. mínútu. Andrea Cambiaso keyrði inn í teiginn vinstra megin, lét vaða á markið, en boltinn var varinn út í teiginn á Weah sem lagði hann í netið.

Yildiz tryggði sigurinn á 84. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Francisco Conceicao.

Juventus er í 3. sæti með 24 stig en Torino í 11. sæti með 14 stig.

Cagliari 3 - 3 Milan
1-0 Nadir Zortea ('2 )
1-1 Rafael Leao ('15 )
1-2 Rafael Leao ('40 )
2-2 Gabriele Zappa ('53 )
2-3 Tammy Abraham ('69 )
3-3 Gabriele Zappa ('89 )

Juventus 2 - 0 Torino
1-0 Tim Weah ('18 )
2-0 Kenan Yildiz ('84 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner