Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2022 22:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gagnrýna Neymar harðlega - „Þetta er óþolandi"

Neymar var til umræðu í HM stofunni eftir leiki dagsins á HM en Brasilía er á leið heim eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni.


Neymar átti að taka fimmtu vítaspyrnu liðsins en það kom ekki til þess þar sem Króatía var þegar búið að tryggja sér sigurinn.

Sérfræðingarnir í HM stofunni ráku upp stór augu og hefðu viljað sjá Neymar mikið framar í röðinni.

„Tite hefur haft mjög góða stjórn á þessum stórstjörnum. Ég efast um að Neymar hafi haft eitthvað um það að segja en það virðist vera í fótboltanum í dag að þessar stærstu stjörnur hafa mikið að segja innan hópsins, hvort að Neymar hafi óskað eftir því að taka fimmtu spyrnu er eitthvað sem við getum ekki gert neitt annað en velt fyrir okkur fyrr en hann segir eitthvað annað," sagði Gunnar Birgisson.

„Mér fannst skrítið af hverju hann var ekki settur númer eitt, í seinasta lagi númer fjögur."

Arnar Gunnlaugsson og Heimir Hallgrímsson gagnrýndu Neymar harkalega fyrir varnarvinnuna sína í leiknum.

„Við vitum að hann er ekki heimsins besti sóknarvarnarnmaður en það minnsta sem þú getur gert er að koma þér í stöðu til að gera andstæðingnum erfitt fyrir. Það var trekk í trekk sem greyið Richarlison, sem hljóp úr sér lungun í dag, þurfti að hlaupa framhjá Neymar til að klukka sinn mann eða klukka svæðið sem Neymar átti að vera í til að verjast," sagði Arnar.

„Þetta er bara óþolandi," skaut Heimir Hallgríms inn í.

„Já, takk fyrir, ég var að reyna finna rétt orðið. Þetta er svo pirrandi fyrir þjálfara, þig langar að taka hann útaf en samt ertu að vona eftir þessu töfraaugnabliki sem kom svo með geggjuðu marki. Þetta er frábær leikmaður en maður vill fá meira hjarta. Svo grenja þeir eftir leikinn, ég held að eftirsjáin sé gríðarleg og þeir hugsa; Af hverju gerði ég ekki meira," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner