Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 09. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Dortmund og Man Utd nái samkomulagi
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Manchester United hafa átt í viðræðum síðustu daga um mögulegan skiptidíl þar sem Jadon Sancho myndi snúa aftur til Þýskalands á meðan Donyell Malen færi í hina áttina, en það er talið ólíklegt að það verði að veruleika.

Sancho er ekki í náðinni hjá Erik ten Hag, stjóra United og hefur ekki verið síðan í lok ágúst er hann gagnrýndi stjórann á samfélagsmiðlum.

Ten Hag hefur gefið honum leið aftur inn í hópinn en til þess þarf Englendingurinn að biðjast afsökunar.

Sancho virðist ekki ætla að gefa sig og vill heldur yfirgefa félagið, en Dortmund er talinn líklegasti áfangastaður hans.

Sky og BILD í Þýskalandi greindu frá því á dögunum að viðræður væru í gangi um að Dortmund og United myndu skiptast á Sancho og Malen, en þau skipti eru talin óraunhæf og ólíklegt að það verði af þeim.

Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky.

Malen og Sancho vilja báðir fara frá félögunum og verður fróðlegt að sjá hvort það finnist lausn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner