Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. janúar 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar flugu í vonskuveðri - „Eigum betra skilið"
Caroline Graham Hansen.
Caroline Graham Hansen.
Mynd: Getty Images
Norska fótboltakonan Caroline Graham Hansen lét spænska knattspyrnusambandið heyra það á samfélagsmiðlum í gær.

Hansen er ósátt við það að Barcelona, lið hennar, hafi verið látið ferðast til Madrídar í miðjum snjóstormi. Stormurinn Filomena fór yfir Spán á föstudag og í gær, og mikið hefur snjóað.

Barcelona átti að spila við Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær, en leiknum var frestað þar sem ekki var hægt að spila á vellinum vegna veðuraðstæðna. Barcelona hafði samt sem áður ferðast í leikinn og það var norska landsliðskonan ósátt við.

„Ég get ekki skilið það hvernig spænska sambandið gat fundist það öruggt að láta lið ferðast yfir fjöllin þegar það er gul og appelsínugul veðurviðvörun," skrifaði Hansen.

„Að sleppa því að hugsa að við vorum í lífshættu, bara svo við myndum kannski spila leikinn í dag, leik sem væri í raun ómögulegt að spila út af snjónum sem hafði fallið um nóttina."

„Gerið það, hafið samskipti við okkur sem jafningja. Við eigum betra skilið, íþrótt okkar á betra skilið."


Athugasemdir
banner
banner
banner