Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. janúar 2021 09:00
Aksentije Milisic
Hetja Blackpool sneri til baka eftir Covid smit og varði þrjár vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Chris Maxwell, markvörður Blackpool, smitaðist af kóróna veirunni og þurfti að vera í einangrun. Honum tóks hins vegar að snúa til í baka í tæka tíð fyrir leikinn gegn WBA í FA bikarnum og þar reyndist hann vera hetja liðsins.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og þurfti því að fara í framlengingu. Þar var ekkert skorað og Maxvell steig heldur betur upp í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði þrjár spyrnur gestanna og tryggði Blackpool áfram í fjórðu umferð.

„Þetta var skelfilegt. Ég var liggjandi í rúmminu í þrjá daga. Mér leið ekki bara illa því ég var með nokkur einkenni heldur því ég saknaði fótboltans," sagði Maxwell.

„Það var frábært að koma aftur til baka, við áttum þennan sigur klárlega skilið. Við vorum góðir allan leikinn gegn úrvalsdeildarliði."

„Við fundum ekki fyrir neinni pressu, okkur var alveg sama þótt við værum að mæta liði úr efstu deild."

Maxwell er fyrirliði Blackpool sem spilar í C-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner