Emil Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Sandefjord eftir þrjú ár hjá félaginu. Hann varð samningslaus um áramótin og verður ekki áfram.
Emil var til viðtals í útvarpsþættinum í gær og sagði að samningur margra leikmanna Sandefjord væri runninn út og ætluðu ekki margir þeirra að vera áfram. Þáttinn má hlusta á neðst í fréttinni.
Emil var til viðtals í útvarpsþættinum í gær og sagði að samningur margra leikmanna Sandefjord væri runninn út og ætluðu ekki margir þeirra að vera áfram. Þáttinn má hlusta á neðst í fréttinni.
Sandefjord hélt sér upp í deild þeirra bestu í Noregi en hjá félaginu leikur einnig Íslendingurinn Viðar Ari Jónsson. Viðar er 26 ára gamall og hafði Fótbolti.net samband við hann og spurði hann út í framtíðina. Viðar var að ljúka sínu öðru ári hjá félaginu og núgildandi samningur rennur út eftir komandi leiktíð.
Sandefjord hélt sér uppi í Eliteserien þrátt fyrir hrakspár en liðið komst upp í deild þeirra bestu eftir leiktíðina 2019.
„Já, það er rétt - það eru nokkuð margir að fara frá okkur. En ég stend vaktina áfram eins og staðan er núna," sagði Viðar.
„Það þyrfti að koma mjög gott tilboð svo ég færi fyrir sumarið en ég ætla svo að taka stöðuna í sumarglugganum," bætti Viðar við.
Athugasemdir