Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 19:01
Brynjar Ingi Erluson
„Getur verið hættulegt að vera með of marga Hollendinga"
Marco van Basten
Marco van Basten
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fær ráð frá fyrrum landsliðsþjálfaranum Marco van Basten, en hann ráðleggur honum að sækja ekki of marga Hollendinga til félagsins.

Man Utd er nú þegar Donny van de Beek og þá kom Tyrell Malacia í sumar frá Feyenoord en þriðji Hollendingurinn gæti verið á leiðinni.

Félagið er í viðræðum við Burnley og Besiktas um Wout Weghorst en hann er sem stendur á láni hjá Besiktas. Tyrkneska félagið er þó erfitt í viðræðum en United er búið að ná samkomulagi við framherjann um kaup og kjör.

Van Basten segir það þó ekki sniðugt að sækja of marga Hollendinga og bendir þá á Barcelona sem dæmi þegar Ronald Koeman var að þjálfa, en það gekk ekki upp hjá honum að vera með Memphis Depay, Frenkie de Jong og Luuk de Jong.

„Það getur verið hættulegt að hafa of marga Hollendinga þegar hlutirnir eru ekki að ganga vel. Það var hægt að sjá það hjá Barcelona þegar liðið var með fimm Hollendinga og það mun koma í bakið á þér. Ten Hag verður að fara varlega með það,“

„Ég leyfi mér að efast. Sjáið Luuk de Jong. Það er framherji sem getur spilað í loftinu. Mér finnst Weghorst ekki sterkur á því sviði þó hann geti skorað með skalla, en hann er meiri leikmaður sem gerir eitthvað af áhuga og krafti. Ég leyfi mér samt að efast,“ sagði Van Basten við Ziggo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner