Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Hefðum átt að gera út um leikinn fyrr
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var að mestu ánægður með 3-0 sigurinn á Charlton en hefði þó viljað gera út um leikinn fyrr.

United var einu marki yfir í hálfleik þökk sé laglegu skoti Antony en það vantaði þó herslumuninn á síðasta þriðjungnum.

Það var ekki fyrr en Ten Hag setti þá Casemiro, Christian Eriksen, Marcus Rashford og Facundo Pellistri inná sem boltinn fór að rúlla betur og United fór í næsta gír.

„Ég sagði fyrir leikinn að þetta væri ekkert ef og hefði, heldur við þyrftum að komast í undanúrslit og við kláruðum það. Það eina sem ég var ekki ánægður með var að við hefðum átt að klára leikinn fyrr með því að finna úrslitasendinguna.“

„Mér fannst við ekki bjóða þeim mikið sóknarlega og ef það gerðist þá var Tom Heaton klár. Við hefðum átt að klára þá fyrr en markmiðið var að komast í undanúrslit og á liðið skilið hrós fyrir það.“


Ten Hag skipti nokkrum lykilmönnum inná í síðari hálfleiknum en það voru þeir sem gerðu loks út um leikinn.

„Það var ákveðið fyrirfram. Ég varð að setja þá inná til að halda taktinum fyrir næstu leiki. Einn af kostum liðsins er að varamennirnir eru klárir að koma inná, leggja sitt af mörkum og spila vel. Pellistri kom inná og var líflegur, átti nokkrar rispur og var með stoðsendingu,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner