Síðustu dagar hafa staðið yfir hræðilegir gróðureldar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tíu eru látnir og óttast er að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar.
Fjöldi fólks hefur misst heimili sín og þar á meðal er Carlos Vela, leikmaður Los Angeles FC í Bandaríkjunum.
Fjöldi fólks hefur misst heimili sín og þar á meðal er Carlos Vela, leikmaður Los Angeles FC í Bandaríkjunum.
Vela átti heimili í Malibu í Kaliforníu en gróðureldarnir tóku það. Eiginkona Vela sagði frá þessu á samfélagsmiðlum.
„Fallega heimilið okkar í Malibu brann í gær. Við erum í sjokki yfir öllu því sem er að gerast. Þetta er allt saman mjög sorglegt," segir eiginkona Vela, Saioa Canibano.
Fjölskylda Vela er þó sem betur fer öll í heilu lagi. Hann er ein stærsta stjarna MLS-deildarinnar og hefur verið það í mörg ár.
Athugasemdir