Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag og komu nokkrar stórstjörnur við sögu.
Georginio Wijnaldum og Moussa Dembélé skoruðu í tapleik á heimavelli hjá Al-Ettifaq sem leikur undir stjórn Steven Gerrard.
Al-Ettifaq tapaði gegn Al-Kholood og eru lærlingar Gerrard aðeins komnir með 15 stig eftir 14 umferðir, tveimur stigum meira en Al-Kholood sem fer upp úr fallsæti með þessum sigri.
Myziane Maolida og Jackson Muleda skoruðu mörk gestanna í 2-3 sigri eftir nokkuð jafnan og afar fjörugan slag. Lokamínúturnar voru gríðarlega dramatískar þar sem Al-Ettifaq jafnaði á 96. mínútu en sigurmark gestanna kom á 100. mínútu.
Damac vann þá 0-2 sigur gegn Al-Raed áður en Al-Ahli mætti Al-Shabab í spennandi slag.
Ivan Toney og Gabri Veiga skoruðu mörkin í fyrri hálfleik fyrir Al-Ahli og var staðan orðin 3-0 í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir reyndu að koma til baka.
Al-Shabab, sem er með Daniel Podence, Abderrazak Hamdallah og Wesley Hoedt innanborðs meðal annars, skoraði tvö mörk í síðari hálfleik en það dugði ekki til og urðu lokatölurnar 3-2.
Roberto Firmino fyrirliði var í byrjunarliði Al-Ahli ásamt Franck Kessié, Riyad Mahrez, Roger Ibanez, Edouard Mendy og Merih Demiral meðal annars. Firmino og Mahrez lögðu upp mörkin fyrir Toney og Veiga í fyrri hálfleik.
Þetta var fimmti sigurinn í röð hjá Al-Ahli í deildinni og er liðið í fimmta sæti, með 26 stig eftir 14 umferðir - tíu stigum á eftir toppliði Al-Ittihad sem á leik til góða.
Al-Shabab er aðeins þremur stigum eftir Al-Ahli þar sem liðin voru jöfn á stigum fyrir þennan slag.
Al-Ettifaq 2 - 3 Al-Kholood
0-1 Jackson Muelak ('26, víti)
1-1 Georginio Wijnaldum ('30)
1-2 M. Maolida ('54)
2-2 Moussa Dembele ('96)
2-3 M. Maolida ('100)
Al-Raed 0 - 2 Damac
0-1 Nicolae Stanciu ('44)
0-2 F. Chafai ('90)
Al-Ahli 3 - 2 Al-Shabab
1-0 Ivan Toney ('1)
2-0 Gabri Veiga ('13)
3-0 S. Yaslam ('48)
3-1 Merih Demiral, sjálfsmark ('72)
3-2 M. Al-Juwayr ('95)
Athugasemdir