ÍA gerði tilboð í Ásgeir Helga Orrason, varnarmann Breiðabliks, fyrir stuttu en því var hafnað. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar segir frá þessu.
Ásgeir er hávaxinn varnarmaður, fæddur árið 2005 og spilaði á láni með Keflavík síðasta sumar. Frammistaða hans í liði Keflavíkur, sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins í deildinni, skilaði honum í lið ársins í Lengjudeildinni hér á Fótbolti.net. Hann á að baki átta leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann skoraði tvö mörk í 24 leikjum í sumar.
Ásgeir er hávaxinn varnarmaður, fæddur árið 2005 og spilaði á láni með Keflavík síðasta sumar. Frammistaða hans í liði Keflavíkur, sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins í deildinni, skilaði honum í lið ársins í Lengjudeildinni hér á Fótbolti.net. Hann á að baki átta leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann skoraði tvö mörk í 24 leikjum í sumar.
Keflavík reyndi að kaupa Ásgeir Helga eftir síðasta tímabil en Breiðablik hafnaði því einnig.
Þá sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks: „Það er alveg útilokað að við seljum hann innanlands. Hann er í okkar framtíðarplönum, þarf núna að nýta veturinn vel, æfa vel og hann verður með okkur á næsta tímabili."
ÍA hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
ÍA bauð í Ásgeir Helga hjá Breiðabliki en fengu þvert NEI.https://t.co/mNiK0XkX6Y
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) January 10, 2025
Athugasemdir