Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 09:42
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vilja sjá Aron Einar í teyminu hjá Hareide
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er allt útlit fyrir að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í íslenska landsliðshópnum sem verður tilkynntur í vikunni.

Íslenska liðið mætir Ísrael í fyrri umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024 í Búdapest þann 21. mars. Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Aron Einar hefur verið meiddur og Gylfi er án félags og hefur ekki spilað undanfarna mánuði.

„Þú verður að hafa verið í einhverju öðru en að vera með Frikka sjúkraþjálfara í fjóra mánuði til að vera valinn," segir Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Gylfi er bara búinn að vera í endurhæfingu og ekki æft fótbolta af neinu viti. Hann hefur jú æft með Fylki í smá tíma en þessir landsleikir eru bara handan við hornið," segir Baldvin Már Borgarsson.

Í þættinum var velt því upp hvort Age Hareide ætti ekki að fá Aron Einar inn í teymið hjá sér.

„Ég væri bara til í að sjá Aron Einar tekinn inn í starfslið landsliðsins í þessu verkefni. Það er mikið talað um hvað það hjálpar að hafa hann á staðnum og með hópnum. Það þarf ekki endilega að láta hann taka sæti af einhverjum leikmanni. Bara inn í teymið með hann," segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

„Sammála, þetta er frábær pæling. Hann getur komið þarna og verið í kringum hópinn. Þetta er fyrirliði lands og þjóðar," segir Baldvin.
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner