Inter verður án pólska miðjumannsins Piotr Zielinski vegna meiðsla sem hann hlaut í 3-2 sigri gegn Monza á laugardaginn.
Zielinski kom inn af bekknum fyrir Henrikh Mkhitaryan en var fljótlega farinn aftur af velli, vegna kálfameiðsla.
Zielinski kom inn af bekknum fyrir Henrikh Mkhitaryan en var fljótlega farinn aftur af velli, vegna kálfameiðsla.
Zielinski verður frá í tvo mánuði að minnsta kosti og ólíklegt að hann snúi aftur fyrr en í maí.
Inter er á toppi ítölsku A-deildarinnar, með eins stigs forystu á Napoli. Ítalíumeistararnir spila svo á HM félagsliða í sumar.
Athugasemdir