Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Inter án Pólverjans næstu mánuði
Zielinski með knöttinn í Meistaradeildarleik.
Zielinski með knöttinn í Meistaradeildarleik.
Mynd: EPA
Inter verður án pólska miðjumannsins Piotr Zielinski vegna meiðsla sem hann hlaut í 3-2 sigri gegn Monza á laugardaginn.

Zielinski kom inn af bekknum fyrir Henrikh Mkhitaryan en var fljótlega farinn aftur af velli, vegna kálfameiðsla.

Zielinski verður frá í tvo mánuði að minnsta kosti og ólíklegt að hann snúi aftur fyrr en í maí.

Inter er á toppi ítölsku A-deildarinnar, með eins stigs forystu á Napoli. Ítalíumeistararnir spila svo á HM félagsliða í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner