Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. apríl 2021 13:34
Hafliði Breiðfjörð
England: Manni færri náði Leeds í sigur gegn toppliði Man City
Stuart Dallas fagnar með Ezgjan Alioski eftir fyrra markið Leeds í dag.
Stuart Dallas fagnar með Ezgjan Alioski eftir fyrra markið Leeds í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 2 Leeds
0-1 Stuart Dallas ('42 )
1-1 Ferran Torres ('76 )
1-2 Stuart Dallas ('90 )
Rautt spjald: Liam Cooper, Leeds ('45)

Stuart Dallas skoraði bæði mörk Leeds sem vann óvæntan sigur á toppliði Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið var manni færri allan síðari hálfleikinn

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag þar sem vakti mesta athygli að hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake byrjaði en hann hefur ekki spilað síðan um jólahátíðina vegna vöðvameiðsla. Þá var Raheem Sterling í byrjunarliðinu en hann hefur misst af síðustu leikjum.

Leeds United náði forystunni í leiknum seint í síðari hálfleiknum þegar Stuart Dallas skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn og kom þeim í 0-1. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk fyrir utan teig á tímabilinu en Leeds United en þetta var ellefta markið þeirra utan teigs.

Skömmu síðar fékk Liam Copper að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu. Andre Marriner dómari leiksins hafði gefið honum áminningu en eftir að VAR fór yfir málið var niðurstaðan rautt spjald. Cooper varð þarna fyrsti leikmaður Leeds til að sjá rauða spjaldið í ensku úrvalsdeildinni síðan Mark Viduka fékk brottvísun gegn Bolton í maí árið 2004.

Man City jafnaði metin á 75. mínútu með marki Ferran Torres og allt benti til þess að jafntefli yrði niðurstaðan. Dallas var reyndar ekki á því máli og náði að tryggja gestunum sigur þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma og lokaniðurstaðan 1 - 2 sigur Leeds.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Stones, Ake, Mendy, Fernandinho, Zinchenko, Bernardo, Torres, Sterling, Jesus

(Varamenn: Steffen, Walker, Dias, Gundogan, Rodrigo, De Bruyne, Mahrez, Foden, Garcia)

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Alioski, Cooper, Llorente, Ayling, Phillips, Dallas, Raphinha, Roberts, Costa, Bamford
Athugasemdir
banner
banner
banner