Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Önnur umferð Mjólkurbikarsins hefst í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð Mjólkurbikars karla hefst í kvöld er Víkingur Ó. tekur á móti Keflavík í Akraneshöllinni.

Liðin mætast klukkan 20:15 en þetta verður fyrsti leikur Keflavíkur í bikarnum þetta árið. Víkingur Ó. vann Elliða 3-0 í fyrstu umferðinni.

HK og ÍA mætast þá í B-deild Lengjubikars kvenna en sá leikur fer fram í Kórnum klukkan 18:00. ÍA getur með sigri landað öðru sæti en HK getur fært sig af botninum

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
20:15 Víkingur Ó.-Keflavík (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna - B-deild
18:00 HK-ÍA (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner