Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
City horfir til Bruno - Chelsea vill Rodrygo
Powerade
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: EPA
Manchester City orðað við miðjumenn, Chelsea vill fá Rodrygo og Everton telur sig ekki geta haldið Branthwaite. Þetta og fleira í slúðurpakkanum sem BBC tók saman.

Manchester City virðist ætla að endurvekja áhuga sinn á Bruno Guimaraes (27), miðjumanni Newcastle og Brasilíu. City býr sig undir brotthvarf Belgíumannsins Kevin de Bruyne (33). (UOL esporte)

Chelsea er tilbúið að borga 120 milljónir evra (102 milljónir punda) til að fá Rodrygo (24), brasilíska kantmanninn hjá Real Madrid sem stjörnukaup sín í sumar. (Fichajes)

Manchester City er að íhuga tilboð upp á 50-60 milljónir evra (42-51 milljónir punda) í Tijjani Reijnders (26), hollenskan miðjumann AC Milan. Reijnders skrifaði nýlega undir nýjan samning við Milan til ársins 2030. (Calciomercato)

Everton býst við því að missa enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (22) í sumar en Manchester United og Tottenham hafa áhuga. (Sun)

Chelsea og Newcastle hafa áhuga á gríska framherjanum Vangelis Pavlidis (26) hjá Benfica en hann er með 85 milljóna punda verðmiða. Barcelona og Atletico Madrid eru einnig áhugasöm. (Record)

Arsenal og Liverpool eru að skoða aðra valkosti en Alexander Isak (25) þar sem Newcastle er staðráðið í því að selja ekki sænska framherjann. (i)

Newcastle, Wolves og Brentford fylgjast með Yahia Fofana (24), markverði Angers og Fílabeinsstrandarinnar. (Football Insider)

Chelsea er í forystu í kapphlaupinu um að fá Jobe Bellingham (19), miðjumann Sunderland og enska U21 árs landsliðsins, á undan Manchester United, Arsenal, Tottenham, Brighton og Crystal Palace. (Caught Offside)

Leeds mun hlusta á tilboð í franska markvörðinn Illan Meslier (25) og hyggst nota fjármagnið til að kaupa nýjan aðalmarkvörð. (Football Insider)

Juventus er tilbúið að selja brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (26) í sumar en vill fá um 40 milljónir evra (34 milljónir punda). (Tuttosport)
Athugasemdir
banner
banner