Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 13:36
Elvar Geir Magnússon
Elín Metta gerir tveggja ára samning við Val (Staðfest)
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen er komin með leikheimild með Val en liðið mætir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ, leiknum um meistarar meistaranna titilinn, annað kvöld. Framherjinn hefur gert tveggja ára samning við Val og má búast við henni með Valsliðinu í sumar.

Greint var frá því fyrir rúmum mánuði að Elín Metta hefur verið að æfa með Val en hún er að koma sér af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Elín Metta er þrítug og lék með meistaraflokki Vals 2010-2022. Hún skipti svo í Þrótt 2023 og lék sex leiki með liðinu seinni part tímabilsins.

Hún á að baki 189 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 134 mörk. Hún hefur þá leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 16 mörk.

Leikur Breiðabliks og Vals fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og mun Anton Freyr Jónsson textalýsa honum hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner