Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grótta fær bandarískan leikmann (Staðfest)
Magnús Örn og Haylee handsala samninginn.
Magnús Örn og Haylee handsala samninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hin bandaríska Haylee Spray er gengin til liðs við Gróttu en frumraun hennar í bláu treyjunni var í Lengjubikarleiknum við KR á dögunum. Haylee er fædd og uppalin í Texas fylki en stundaði nám í Memphis háskóla þar sem hún lék með knattspyrnuliði skólans við góðan orðstír. Þess ber að geta að Memphis hefur undanfarin ár verið talið í hópi 20-30 sterkustu háskólaliða í öllum Bandaríkjunum.

Dom Ankers þjálfari Gróttu segir að reynsla Haylee af hæsta stigi háskólaboltans muni nýtast vel:

„Haylee spilaði stórt hlutverk í liði Memphis sem náði mögnuðum árangri í baráttu við stærri og öflugri skóla. Það er ljóst að Haylee kemur með áhugaverða reynslu að borðinu og þess utan er hún mikil keppnismanneskja sem smitar orku inn í hópinn. Hún getur bæði leikið á miðju og í vörn, er grimm í návígjum og hefur framúrskarandi sendingafærni."

Haylee er ánægð með að vera komin í Gróttu:

„„Ég er þakklát fyrir tækifærið að fá að spila með Gróttu í sumar og trúi því að Guð hafi ætlað mér að koma hingað. Stelpurnar í liðinu hafa byggt upp frábæran anda og stemningu sem er ótrúlega mikilvægt og ég hlakka til að vera hluti af hópnum og leggja mitt að mörkum. Ég hlakka til að eflast sem leikmaður og manneskja hjá Gróttu og um leið nýta styrkleika mína til að hjálpa liðinu að ná árangri. Þakklæti er mér efst í huga og ég get ekki beðið eftir því að deildin byrji í maí!"

Grótta var hársbreidd frá því að komast upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og stefnir eflaust á að vera með í baráttunni í sumar um að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner