Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Hákon mætti á æfingasvæðið í Milan-treyju
Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Brentford og íslenska landsliðsins, tók þátt í skemmtilegu góðgerðarverkefni með enska félaginu þar sem allir leikmenn og þjálfarar mættu í uppáhalds treyju sinni.

Hugmyndin kom frá Mikkel Damsgaard, leikmanni Brentford, sem vildi gera eitthvað svipað og gert er árlega í Danmörku þar sem allir klæðast fótboltatreyju á föstudegi til styrktar krabbameinsveikum börnum.

Brentford tók vel í hugmynd Damsgaard og ákvað í kjölfarið að halda fótboltatreyjudag til styrktar Heart of West London og um leið vekja til vitundar um hjartasjúkdóma og tryggja að allir viti hvernig á að bjarga lífi þegar einhver fær fyrir hjartað.

Damsgaard mætti sjálfur í Inter-treyju með Eriksen aftan á á meðan stjórinn Thomas Frank mætti í ítölsku landsliðstreyjunni frá 1990, en það ætti ekki að koma á óvart að nafn Roberto Baggio var aftan á treyju hans enda besti fótboltamaður Ítalíu á þeim tíma.

Hákon Rafn leitaði einnig til Ítalíu en hann klæddist treyju AC Milan frá tíunda áratugnum.

Hægt er að sjá myndband af leikmönnum Brentford ganga inn á æfingasvæðið hér fyrir neðan en treyjurnar koma frá öllum heimshornum.




Athugasemdir
banner