Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Brentford og íslenska landsliðsins, tók þátt í skemmtilegu góðgerðarverkefni með enska félaginu þar sem allir leikmenn og þjálfarar mættu í uppáhalds treyju sinni.
Hugmyndin kom frá Mikkel Damsgaard, leikmanni Brentford, sem vildi gera eitthvað svipað og gert er árlega í Danmörku þar sem allir klæðast fótboltatreyju á föstudegi til styrktar krabbameinsveikum börnum.
Brentford tók vel í hugmynd Damsgaard og ákvað í kjölfarið að halda fótboltatreyjudag til styrktar Heart of West London og um leið vekja til vitundar um hjartasjúkdóma og tryggja að allir viti hvernig á að bjarga lífi þegar einhver fær fyrir hjartað.
Damsgaard mætti sjálfur í Inter-treyju með Eriksen aftan á á meðan stjórinn Thomas Frank mætti í ítölsku landsliðstreyjunni frá 1990, en það ætti ekki að koma á óvart að nafn Roberto Baggio var aftan á treyju hans enda besti fótboltamaður Ítalíu á þeim tíma.
Hákon Rafn leitaði einnig til Ítalíu en hann klæddist treyju AC Milan frá tíunda áratugnum.
Hægt er að sjá myndband af leikmönnum Brentford ganga inn á æfingasvæðið hér fyrir neðan en treyjurnar koma frá öllum heimshornum.
????
— Brentford FC (@BrentfordFC) April 10, 2025
Inspired by Mikkel Damsgaard and Denmark's annual Football Jersey Friday, the lads wore their favourite retro shirts to training today, raising money and awareness for our Heart of West London initiative. pic.twitter.com/yNV96LczCs
Close to our hearts ??????
— Brentford FC (@BrentfordFC) April 10, 2025
From ground-breaking research and life-saving screenings, to CPR education and defibrillator access, our Heart of West London (HoWL) partnership aims to increase awareness of cardiac health issues and ensure everyone has the skills to save a life
Athugasemdir