Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Væri til í að fá Ásu frá Blikum.
Væri til í að fá Ásu frá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Drífa sig heim frá USA!
Drífa sig heim frá USA!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þakklæti efst í huga.
Þakklæti efst í huga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvöru keppnisskap.
Alvöru keppnisskap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæði.
Gæði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var lygi.
Það var lygi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfie?
Selfie?
Mynd: EPA
Henríetta er miðjumaður sem uppalin er hjá HK en er á leið í sitt annað tímabil í efstu deild með Stjörnunni. Hún meidist illa árið 2023 og missti af því tímabili.

Henríetta á að baki tólf leiki fyrir yngri landsliðin og 84 leiki í meistaraflokki. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Henríetta Ágústsdóttir

Gælunafn: Flestir kalla mig Henrí

Aldur: Verð 20 í maí

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokks leikurinn minn var veturinn 2019 með HK, man ekki neitt úr þessum leik en ætli ég hafi ekki snert boltann svona þrisvar sinnum

Uppáhalds drykkur: blá hleðsla

Uppáhalds matsölustaður: saffran og Flatey

Uppáhalds tölvuleikur: var einu sinni mjög góð í Fortnite

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei, veit voða lítið um það

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: get horft endalaust á Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: herra hnetusmjör

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta ekki mikið á hlaðvörp en finnst fínt að hlusta á Gula spjaldið í bílnum.

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok, gæti skrollað endalaust án þess að fá leið á því.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotboltinet eða chat gpt. Það líður ekki dagur án þess að ég tali við chat.

Fyndnasti Íslendingurinn: steindi jr og Sveppi krull. Margrét Lea fær líka að fljóta með.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “gaur það er brjálað að gera í skólanum núna” - var að spurja systur mína hvort hún nennti í létt roadtrip um helgina..

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég yrði ekkert rosa spennt fyrir því að þurfa flytja eitthvert út á land í lið eins og Vestra eða FHL.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Amandra Andradóttir var mjög góð í fyrra

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Birkir styrkur stendur upp úr, en síðan þarf ég líka að segja Jóhann Berg. Mjög þakklát fyrir traustið og tækifærin sem hann gaf mér þrátt fyrir ungan aldur.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hef reyndar ekki mætt henni í leik en Úlfa Dís er óþolandi á æfingum, ég er mjög þakklát að við séum saman í liði

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gylfi sig og Sara Björk

Sætasti sigurinn: Sætasti sigurinn var úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu um daginn þegar við unnum 5-1 á móti Víking. Smá skellur reyndar að við fengum ekki gullið því við erum staðsettar í Garðabæ en ekki Reykjavík.

Mestu vonbrigðin: Myndi segja að mestu vonbrigðin hafi verið að ökklabrotna í fyrsta leik sumarsins 2023 og missa þar af leiðandi af tímabilinu og EM með u19.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi taka Hrafnhildi Ásu úr Breiðablik, frábær innan sem utan vallar.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Fanney Lísa og Sandra Hauksdóttir eru rosalegir leikmenn.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Ég er með svaka valkvíða en Gylfi Sig kom fyrstur upp í hugann

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Erla sól

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Bruno Fernandes

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Dómarinn má ekki flauta leikinn af áður en boltinn fer úr leik, sérstaklega ekki þegar við erum í sókn.

Uppáhalds staður á Íslandi: battasalurinn inn í kór

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: það var mjög skemmtilegt þegar liðsfélaginn minn henti sér í tæklingu. Dómarinn flautaði og ákvað síðan að gefa mér spjaldið fyrir það. Frábær dómari með allt á hreinu.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ætlaði að einu sinni starta nýrri hjátrú fyrir leik og prófa snúa sokkunum mínum öfugt því ég hélt það myndi kannski hjálpa mér að skora, en endaði á að brjóta á mér ökklann í leiknum, þannig prófa það allavegana ekki aftur.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ný farin að fylgjast smá með körfunni, annars ekkert annað en fótboltinn

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Eins og staðan er í dag spila ég í nike phantom, hef samt alltaf verið í mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var ekki framúrskarandi nemandi í íslensku, enda lang leiðinlegasta fagið að mínu mati

Vandræðalegasta augnablik: Það var frekar vandræðalegt þegar ég var í HK og fékk tvö gul með 5 mínútna millibili í fyrri hálfleik upp á skaga í mikilvægasta leik tímabilsins, því ef við hefðum tapað hefðum við fallið niður í 2. deildina. Sem betur fer unnu stelpurnar leikinn 2-1, en 15 ára ég var lengi að komast yfir þetta.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða Auði Scheving, Heiðdísi Emmu og Eyrúnu Emblu fyrir eintóma skemmtun allt kvöldið. Þær kunna að láta mann hlæja. Vil líka fá Auði og Heiðdísi heim frá USA sem fyrst.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Eyrún Embla er frábær í klefanum, alltaf með nýja brandara og sögur. Jafnvel gátur inn á milli ef hún er í stuði. Ég er mjög heppin að sitja hliðiná henni.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Jana Sól myndi finna sig vel í Love Island. Síðan myndi ég henda Fanney Lísu inn sem bombshell til að hræra aðeins í hlutunum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ósigrandi í golfi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gyða Kristín, keppnisskapið hennar kom mér gríðarlega á óvart þegar ég byrjaði í Stjörnunni. En síðan er hún líka bara mjög skemmtileg og góð manneskja.

Hverju laugstu síðast: Eyrún er ekki mikið í því að segja okkur brandara, það var lygi. Hún er samt rosalega skemmtileg, tek það ekki af henni.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: mér finnst upphitun yfirleitt ekki skemmtileg.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi biðja Bruno um selfie

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mætið á völlinn í sumar, við lofum alvöru veislu!!!
Athugasemdir