Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   mán 10. maí 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Álfa: Getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar R., var ánægð með liðsheildina í markalausa jafnteflinu gegn Val í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld en Þróttarar eru með tvö stig úr fyrstu tveimur umferðunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Valur hefur verið eitt besta lið landsins síðustu ár og síðast þegar þessi lið mættust í Lengjubikarnum þá vann Valur með átta mörkum gegn engu en það var hins vegar breyting á í dag.

Þær voru skipulagðar í varnarleiknum og áttu sín færi en Álfhildur var mjög ánægð með úrslitin.

„Mér fannst við standa ótrúlega vel í þessu sterka liði og við getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli," sagði Álfhildur við Fótbolta.net.

„Uppleggið var að reyna að halda góðum varnarleik. Við vitum að þær pressa mikið og reyna að koma boltanum hratt út þegar við erum með hann og sýna hvað við getum."

„Mér fannst við ná að gera þetta mjög vel og vinna vel saman sem lið. Það sást í leiknum og gera þetta á hörkunni."

„Ég held að aðeins að tengjast betur og vinna betur saman sem lið, þetta er allt að klikka."


Þróttur náði í fjóra erlenda leikmenn fyrir tímabilið og þær hafa verið að stimpla sig vel inn í liðið.

„Þær eru að standa sig gríðarlega vel og verða betri með hverri æfingunni og hverjum leik. Við erum mjög sáttar með þær."

Það hefur verið mikið af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum til þessa og gæti deildin verið jafnari þetta árið en hefur verið síðustu ár.

„Ég held að þetta verði ótrúlega spennandi deild og jafnari en hefur verið áður og það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt. Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda okkur uppi," sagði hún svo í lokin.
Athugasemdir
banner
banner