Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 10. maí 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Álfa: Getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar R., var ánægð með liðsheildina í markalausa jafnteflinu gegn Val í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld en Þróttarar eru með tvö stig úr fyrstu tveimur umferðunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Valur hefur verið eitt besta lið landsins síðustu ár og síðast þegar þessi lið mættust í Lengjubikarnum þá vann Valur með átta mörkum gegn engu en það var hins vegar breyting á í dag.

Þær voru skipulagðar í varnarleiknum og áttu sín færi en Álfhildur var mjög ánægð með úrslitin.

„Mér fannst við standa ótrúlega vel í þessu sterka liði og við getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli," sagði Álfhildur við Fótbolta.net.

„Uppleggið var að reyna að halda góðum varnarleik. Við vitum að þær pressa mikið og reyna að koma boltanum hratt út þegar við erum með hann og sýna hvað við getum."

„Mér fannst við ná að gera þetta mjög vel og vinna vel saman sem lið. Það sást í leiknum og gera þetta á hörkunni."

„Ég held að aðeins að tengjast betur og vinna betur saman sem lið, þetta er allt að klikka."


Þróttur náði í fjóra erlenda leikmenn fyrir tímabilið og þær hafa verið að stimpla sig vel inn í liðið.

„Þær eru að standa sig gríðarlega vel og verða betri með hverri æfingunni og hverjum leik. Við erum mjög sáttar með þær."

Það hefur verið mikið af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum til þessa og gæti deildin verið jafnari þetta árið en hefur verið síðustu ár.

„Ég held að þetta verði ótrúlega spennandi deild og jafnari en hefur verið áður og það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt. Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda okkur uppi," sagði hún svo í lokin.
Athugasemdir