Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geir velti fyrir sér leiktímunum í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA og fyrrum formaður og framkvæmdastjóri KSÍ, setti í gærkvöldi inn færslu á Twitter.

Geir veltir fyrir sér leiktímunum í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Einn leikur fór fram á föstudag, þrír leikir á laugardagskvöld og tveir á sunnudag. Á laugardag og sunnudag voru leikirnir leiknir á sama tíma og hófust klukkan 19:15 þau kvöld.

Geir velti fyrir sér hvers vegna ekki var leikið klukkan 14:00, 16:30 og svo 19 á laugardegi og það sama á sunnudegi. Hann bendir á að í ensku úrvalsdeildinni séu fleiri leiktímar nýttir.

„2. umferð PepsiMax - Einhver spurði hvers vegna er ekki notað sama módel og í EPL (Enska úrvalsdeildin) - hentugir leiktímar um helgina en voru ekki nýttir: Laugardag kl 14 / 16:30 / 19 og ditto á sunnudegi - Spyr sá sem ekki veit #PepsiMax," skrifaði Geir.

Það gefur auga leið að það hefði verið betra fyrir áhorfendur heima í stofu að spila leikina á fleiri leiktímum. Á leiki í 2. umferð máttu að hámarki 200 manns mæta á vellina til að styðja sín lið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner