Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. maí 2021 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Scott Parker: Ég er mjög leiður og vonsvikinn
Scott Parker á hliðarlínunni í kvöld
Scott Parker á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: EPA
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, var vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en úrslitin þýða að Fulham spilar í B-deildinni á næstu leiktíð.

Ashley Westwood og Chris Wood skoruðu mörkin sem felldu Fulham en Parker var eðlilega mjög langt niðri eftir leikinn.

„Þetta er eitthvað sem við vissum að gæti gerst en það breytir því ekki að ég er vonsvikinn, sár og þetta ristir djúpt í kvöld. Þetta er staðfest núna og ég er langt niðri," sagði Parker.

„Þó við höfum bætt okkur mikið og náð að vinna í ákveðnum hlutum en staðreyndin er sú að það var ekki nóg. Við erum höfum ekki verið nógu góðir."

„Þetta kvöld skilgreinir svolítið hvernig tímabilið var oft á köflum hjá okkur. Við gerðum ágætlega vel á miðsvæðinu en munurinn var varnarleikurinn því þessi mörk sem við fengum á okkur voru ekki góð og við nýttum ekki þessi mikilvægu augnablik og réttar ákvarðanatökur þegar við þurftum á því að halda."

„Það hefur verið munurinn á tímabilinu. Það hefur vantað gæði á ákveðnum augnablikum. Leikmennirnir þurfa að skilja hvað þarf til að spila á þessu stigi. Það er hægt að leggja sig fram og reyna en það þarf meira en það. Það eru smáatriðin sem skipta máli."

„Ég er mjög leiður á þessu augnabliki en núna á næstu dögum þurfum við að hugsa okkar gang og þjappa okkur saman. Það er í mínum verkahring að sjá til þess að við vinnum svona leiki."

„Félagið þarf að taka stórar ákvarðanir. Við höfum fallið, komist upp og fallið aftur. Maður vill ekki þannig rússíbana. Félagið þarf að taka góðar ákvarðanir og finna út hvert við viljum fara,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner