Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. maí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Visir.is 
Sjáðu umdeildan vítadóm í Keflavík - Boltastrákurinn á hrós skilið
Tristan las vel í leikinn!
Tristan las vel í leikinn!
Mynd: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Kian Williams fékk vítið
Kian Williams fékk vítið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 19. mínútu í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í gær fékk Keflavík vítaspyrnu. Keflavík fór af stað upp í skyndisókn og Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, sá þann kostinn vænstan að stíga inn í og hreinsa boltann í innkast úti á vinstri væng Keflavíkur.

Keflvíkingar, með aðstoð klóks boltastráks, tóku innkastið fljótt og náði Rúnar Þór Sigurgeirsson að kasta boltanum fyrir Harald og á Kian Williams inn á vítateignum. Brynjar Gauti Guðjónsson og Haraldur Björnsson voru nálægt Kian þegar hann féll við í teignum og erfitt að meta á hvað Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi þegar hann benti á vítapunktinn.

„Keflavík fær vítaspyrnu!!!!!! Halli rýkur út markinu og hreinsar í innkast. Lengi að skila sér til baka og innkastið tekið yfir hann á Kian sem Brynjar Gauti ýtir á Halla og Vilhjálmur flautar vítaspyrnu," skrifaði Sverrir Örn Einarsson um vítaspyrnudóminn í textalýsingu sinni.

„Hvort sem Kian fer auðveldlega niður eða ekki er þetta klaufalegt hjá gestunum og geta þeir sjálfum sér um kennt," skrifaði Sverrir svo í skýrsluna eftir leik.

Fyrirliðinn Frans Elvarsson tók vítaspyrnuna og skoraði úr henni. Boltinn hreyfðist vegna vindsins í Keflavík rétt áður en Frans skaut og því þurfti hann að taka spyrnuna aftur. Frans skoraði einnig úr seinni spyrnunni.

Atvikið var rætt í Pepsi Max-stúkunni í gær. Það má sjá atvikið og hlusta á umræðuna hér að neðan. Það var líka til umræðu í Innkastinu sem má hlusta á í spilaranum hér neðst. Umræðan um leik Keflavíkur og Stjörnunnar hefst eftir rúmlega 35 mínútur. Hringt var í Sverri og hann lýsti því hvernig hann sá atvikið og hafði ekki séð atvikið aftur á þeim tímapunkti. Viðtal við Kian fylgir einnig með hér að neðan.

En að boltastráknum, hann á skilið mikið hrós fyrir að lesa hratt í stöðuna og koma boltanum strax á Rúnar. Boltastrákurinn er yngri bróðir Antons Freys Hauks Guðlaugssonar sem lék með Keflavík á árunum 2014-2020. Anton gekk í raðir Hauka fyrir tímabilið í ár. Bróðir hans heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson.




Kian Williams: Held að þetta hafi verið klár vítaspyrna
Innkastið - Drama á lokamínútum og Toddi tapar
Athugasemdir
banner