Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 10. júní 2019 11:56
Elvar Geir Magnússon
Tyrkneskur fjölmiðlamaður var verulega ósáttur
Icelandair
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net
Í morgun fór fram fréttamannafundur Íslands á Laugardalsvelli þar sem Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.

Um 15 tyrkneskir fjölmiðlamenn voru mættir á fundinn en einn þeirra var allt annað en sáttur við að ekki var túlkað yfir á tyrknesku á fundinum.

Fundurinn fór fram á ensku og íslensku.

„Af hverju er ekki þýtt yfir á tyrknesku? Er þetta vegna þess að við erum Tyrkland!?" hrópaði umræddur fjölmiðlamaður að Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ.

Ómar svaraði því að ekki væri venjan að vera með sérstakan túlk á fundum íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli.

Það eru nokkur læti í aðdraganda leiksins en tyrknesk stjórnvöld hafa sent formlega kvörtun þar sem öryggisleit þótti taka of langan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner