Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. júní 2021 23:30
Victor Pálsson
Pogba: Ég hef ekki rætt við Man Utd
Mynd: EPA
Paul Pogba hefur ekki rætt við Manchester United um nýjan samning eins og talað hefur verið um.

Pogba segist ekki hafa verið í viðræðum við enska félagið þó hann eigi aðeins eitt ár eftir af núverandi samning.

Frakkinn einbeitir sér aðeins að EM þessa stundina en opnunarleikur mótsins er spilaður á morgun.

Hvort Pogba skrifi undir framlengingu er óvíst en hann hefur leikið á Old Trafford frá árinu 2016.

„Við höfum ekki rætt saman. Ég er leikmaður Manchester United og það eina sem ég hugsa um er EM," sagði Pogba.

„Ég er aðeins reynslumeiri en ég var áður. Ég vil einbeita mér að núinu og það er EM. Umboðsmaðurinn sér um hitt."
Athugasemdir
banner
banner