Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 10. júní 2024 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi Sig: Byrjunarliðið ætti að velja sig sjálft
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarinn Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir rétt tæplega mánðarfjarveru vegna meiðsla. Gylfi lék síðustu tíu mínútur venjulegs leiktíma, alla framlenginguna og skoraði svo úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Næsti leikur Vals er toppslagur í Bestu deildinni, leikur gegn Víkingi eftir átta daga.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

„Að sjálfsögðu myndi maður vilja byrja, þetta eru leikirnir sem allir vilja spila í, geggjuð stemning og toppslagur."

„Það er mikið undir. Það er nóg eftir af tímabilinu, en það væri frábært að ná í jákvæð úrslit í þeim leik,"
sagði Gylfi eftir leikinn í gær.

Gerir þú kröfu á að byrja leikinn eða ætlar þú að vera skynsamur með heilsuna?

„Ég veit það ekki, fer eiginlega eftir því hvernig ég er á næstu dögum og hvernig gengur að auka álagið á æfingum fram að leik. En ég býst ekkert við því (að byrja)."

„Liðið er búið að spila frábærlega, vinna tvo mjög góða sigra; annan á KR og hinn á Stjörnunni. Ég held að liðið ætti nú að velja sig sjálft eftir síðustu leiki,"
sagði miðjumaðurinn.

Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 þann 18. júní og fer fram á N1-vellinum á Hlíðarenda.
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner