Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 10. júní 2024 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom inn á fyrir móður sína í fyrsta leiknum
Kvenaboltinn
Skiptingin í gær.
Skiptingin í gær.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Í gær vann Völsungur 5-0 sigur á Vestra í 2. deild kvenna. Liðin mættust á Húsavík. Völsungur er á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir með fullt hús stiga og markatöluna 22-1.

Harpa Ásgeirsdóttir skoraði fjórða mark Völsungs á 72. mínútu og 10 mínútum síðar fór hún af velli.

Inn á völlin kom Ísabella Anna Kjartansdóttir í sínum fyrsta keppnisleik í meistaraflokki.

Ísabella er fædd árið 2011 og er hún dóttir Hörpu sem er fædd árið 1986. Harpa á að baki 263 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað 80 mörk.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir