Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 09. júní 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Fjölnir skoraði tíu - Miklir yfirburðir Völsungs
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Völsungur er áfram með fullt hús stiga
Völsungur er áfram með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnir vann magnaðan 10-0 sigur á Dalvík/Reyni í 2. deild kvenna í dag. Topplið Völsungs vann þá fimmta leik sinn í röð er það hafði sigur gegn Vestra, 5-0, á Húsavík.

Það er svakalegur skriðþungi á Völsungs-liðinu í byrjun móts en það hefur unnið alla fimm leiki sina til þessa.

Halla Bríet Kristjánsdóttir skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á Vestra í dag, en þær Krista Eik Harðardóttir, Harpa Ásgeirsdóttir og Ólína Helga Sigþórsdóttir komust einnig á blað.

Völsungur hefur skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig eitt í fyrstu fimm leikjunum, en liðið er með fullt hús stiga á toppnum á meðan Vestri er í næst neðsta sæti með 1 stig.

Fjölnir niðurlægði þá Dalvík/Reyni, 10-0, í Grafarvogi. Þrír leikmenn liðsins skoruðu tvö mörk, en það voru þær Anna María Bergþórsdóttir, Ester Lilja Harðardóttir og María Sól Magnúsdóttir.

Petra Hjartardóttir, Harpa Sól Sigurðardóttir, Emilía Lind Atladóttir og Freyja Aradóttir skoruðu einnig. Fjölnir var að vinna annan leik sinn en liðið er með 6 stig í 8. sæti á meðan Dalvík/Reynir er án stiga á botninum.

KH vann baráttusigur á Sindra, 3-2, á Hlíðarenda. Gestirnir tóku forystuna í leiknum en fengu síðan á sig vítaspyrnu á 22. mínútu og var Ólöf María Arnarsdóttir í kjölfarið rekin af velli í liði Sindra. Ágústa María Valtýsdóttir skoraði tvö á fimmtán mínútum fyrir KH.

Arna Ósk Arnarsdóttir gerði þriðja markið áður en María Lena Ásgeirsdóttir minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok. KH er með 10 stig í 5. sæti en Sindri með 4 stig í 9. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 5 - 0 Vestri
1-0 Krista Eik Harðardóttir ('39 )
2-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('48 )
3-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('69 )
4-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('72 )
5-0 Ólína Helga Sigþórsdóttir ('90 )

KH 3 - 2 Sindri
0-1 Kiara Kilbey ('14 )
1-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('22 , Mark úr víti)
2-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('37 )
3-1 Arna Ósk Arnarsdóttir ('47 )
3-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('85 )
Rautt spjald: Ólöf María Arnarsdóttir , Sindri ('22)

Fjölnir 10 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Anna María Bergþórsdóttir ('9 )
2-0 Ester Lilja Harðardóttir ('26 )
3-0 Petra Hjartardóttir ('41 )
4-0 Ester Lilja Harðardóttir ('50 )
5-0 Anna María Bergþórsdóttir ('56 )
6-0 Harpa Sól Sigurðardóttir ('65 )
7-0 Emilía Lind Atladóttir ('69 )
8-0 María Sól Magnúsdóttir ('75 )
9-0 María Sól Magnúsdóttir ('89 )
10-0 Freyja Aradóttir ('90 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 7 6 1 0 39 - 11 +28 19
2.    Völsungur 6 6 0 0 27 - 1 +26 18
3.    KH 7 5 1 1 16 - 9 +7 16
4.    ÍH 7 5 0 2 38 - 16 +22 15
5.    KR 5 4 1 0 21 - 3 +18 13
6.    Einherji 6 3 1 2 12 - 7 +5 10
7.    Fjölnir 6 3 0 3 22 - 12 +10 9
8.    Augnablik 5 3 0 2 15 - 9 +6 9
9.    Sindri 7 1 1 5 9 - 41 -32 4
10.    Álftanes 6 0 1 5 7 - 21 -14 1
11.    Smári 6 0 1 5 4 - 26 -22 1
12.    Vestri 7 0 1 6 3 - 30 -27 1
13.    Dalvík/Reynir 5 0 0 5 2 - 29 -27 0
Athugasemdir
banner
banner