Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mið 10. júlí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 12. umferðar - Systur saman í liðinu
Anita Lind Daníelsdóttir.
Anita Lind Daníelsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eva Lind Daníelsdóttir.
Eva Lind Daníelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María skoraði þrennu.
Sandra María skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólfta umferðin í Bestu deild kvenna kláraðist fyrir stuttu og eru systur í liði umferðarinnar að þessu sinni.

Keflavík vann mikilvægan sigur á Fylki í fallbaráttunni og þar voru systurnar Aníta Lind og Eva Lind Daníelsdætur virkilega góðar. Eru þær báðar í liði umferðarinnar og Jonathan Glenn er þjálfari umferðarinnar eftir þennan sterka sigur.



Breiðablik lagði FH að velli, 0-4, og þar voru Elín Helena Karlsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir mjög öflugar.

Valur lagði Víking að velli og vann þar sterkan útisigur. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, sem er 16 ára, er í liði umferðarinnar annað sinn í röð. Ísabella Sara Tryggvadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir áttu einnig mjög góðan leik í Valsliðinu.

Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen náðu virkilega vel saman í 2-4 sigri Þórs/KA gegn Þrótti en tenging þeirra á vellinum er afar sterk.

Þá er Erin McLeod í liði umferðarinnar eftir að hún varði víti í markalausu jafntefli Stjörnunnar gegn Tindastóli.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner