Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 10. júlí 2025 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
Icelandair
EM KVK 2025
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18"
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög spennt og bjartsýn. Í dag verður tekið á því og við tökum Norðmennina," sagði Örn Torfason, faðir landsliðskonunnar Guðrúnar Arnardóttur, í viðtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun.

Framundan í kvöld er lokaleikur Íslands á EM gegn Noregi. „Við höfum fulla trú á Guðrúnu. Hún stendur sig alltaf vel. Það er sigur í kvöld," sagði Áslaug Sif Gunnarsdóttir, stjúpmóðir hennar.

Áslaug var í sérstökum kjól sem er merktur Íslandi og 18, sem er númerið hennar Guðrúnar.

„Ég ákvað þegar ég var í Manchester 2022 að þegar ég kæmi næst á EM með Guðrúnu að þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18 því ég er stolt af þessari stelpu og að eiga hana sem stjúpdóttur er yndislegt."

Guðrún er uppalin á Vestfjörðum og byrjaði að æfa fótbolta á parketinu á Torfnesi. Núna er hún mætt á stærsta svið Evrópu.

„Þetta sýnir það og sannar að það er dugnaður, elja og vinnusemi sem geta skilað öllum á áfangstað," segir Örn.

Er ekki stressandi að horfa á hana úr stúkunni?

„Það er alltaf stress. Ef hún dettur þá fæ ég í hnén. Hún er alltaf svo flott og stendur sig vel. Hún kemur úr þessari fótboltafjölskyldu, pabbi hennar var í U21 landsliðinu og það eru allir í fótbolta. Það snýst allt um fótbolta," segir Áslaug en pabbi hennar vildi ekki taka undir það að Guðrún fengi fótboltahæfileikana bara frá honum.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu eftir á Evrópumótinu og mikill stuðningur við hana. Á stuðningsmannasvæðinu í dag mátti sjá fullt af treyju sem voru merktar henni.

„Það er áfram Vestri og áfram Guðrún, bara alla leið," sagði Áslaug í lokin en þau spá bæði Íslandi 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner