Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
   fim 10. júlí 2025 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
Icelandair
EM KVK 2025
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18"
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög spennt og bjartsýn. Í dag verður tekið á því og við tökum Norðmennina," sagði Örn Torfason, faðir landsliðskonunnar Guðrúnar Arnardóttur, í viðtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun.

Framundan í kvöld er lokaleikur Íslands á EM gegn Noregi. „Við höfum fulla trú á Guðrúnu. Hún stendur sig alltaf vel. Það er sigur í kvöld," sagði Áslaug Sif Gunnarsdóttir, stjúpmóðir hennar.

Áslaug var í sérstökum kjól sem er merktur Íslandi og 18, sem er númerið hennar Guðrúnar.

„Ég ákvað þegar ég var í Manchester 2022 að þegar ég kæmi næst á EM með Guðrúnu að þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18 því ég er stolt af þessari stelpu og að eiga hana sem stjúpdóttur er yndislegt."

Guðrún er uppalin á Vestfjörðum og byrjaði að æfa fótbolta á parketinu á Torfnesi. Núna er hún mætt á stærsta svið Evrópu.

„Þetta sýnir það og sannar að það er dugnaður, elja og vinnusemi sem geta skilað öllum á áfangstað," segir Örn.

Er ekki stressandi að horfa á hana úr stúkunni?

„Það er alltaf stress. Ef hún dettur þá fæ ég í hnén. Hún er alltaf svo flott og stendur sig vel. Hún kemur úr þessari fótboltafjölskyldu, pabbi hennar var í U21 landsliðinu og það eru allir í fótbolta. Það snýst allt um fótbolta," segir Áslaug en pabbi hennar vildi ekki taka undir það að Guðrún fengi fótboltahæfileikana bara frá honum.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu eftir á Evrópumótinu og mikill stuðningur við hana. Á stuðningsmannasvæðinu í dag mátti sjá fullt af treyju sem voru merktar henni.

„Það er áfram Vestri og áfram Guðrún, bara alla leið," sagði Áslaug í lokin en þau spá bæði Íslandi 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir