Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 10. júlí 2025 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
Icelandair
EM KVK 2025
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18"
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög spennt og bjartsýn. Í dag verður tekið á því og við tökum Norðmennina," sagði Örn Torfason, faðir landsliðskonunnar Guðrúnar Arnardóttur, í viðtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun.

Framundan í kvöld er lokaleikur Íslands á EM gegn Noregi. „Við höfum fulla trú á Guðrúnu. Hún stendur sig alltaf vel. Það er sigur í kvöld," sagði Áslaug Sif Gunnarsdóttir, stjúpmóðir hennar.

Áslaug var í sérstökum kjól sem er merktur Íslandi og 18, sem er númerið hennar Guðrúnar.

„Ég ákvað þegar ég var í Manchester 2022 að þegar ég kæmi næst á EM með Guðrúnu að þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18 því ég er stolt af þessari stelpu og að eiga hana sem stjúpdóttur er yndislegt."

Guðrún er uppalin á Vestfjörðum og byrjaði að æfa fótbolta á parketinu á Torfnesi. Núna er hún mætt á stærsta svið Evrópu.

„Þetta sýnir það og sannar að það er dugnaður, elja og vinnusemi sem geta skilað öllum á áfangstað," segir Örn.

Er ekki stressandi að horfa á hana úr stúkunni?

„Það er alltaf stress. Ef hún dettur þá fæ ég í hnén. Hún er alltaf svo flott og stendur sig vel. Hún kemur úr þessari fótboltafjölskyldu, pabbi hennar var í U21 landsliðinu og það eru allir í fótbolta. Það snýst allt um fótbolta," segir Áslaug en pabbi hennar vildi ekki taka undir það að Guðrún fengi fótboltahæfileikana bara frá honum.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu eftir á Evrópumótinu og mikill stuðningur við hana. Á stuðningsmannasvæðinu í dag mátti sjá fullt af treyju sem voru merktar henni.

„Það er áfram Vestri og áfram Guðrún, bara alla leið," sagði Áslaug í lokin en þau spá bæði Íslandi 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner