Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. ágúst 2022 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Diljá Ýr lánuð til Norrköping (Staðfest)
Fyrir tveimur árum spilaði Diljá ellefu leiki með Val í efstu deild áður en hún var fengin yfir til Svíþjóðar.
Fyrir tveimur árum spilaði Diljá ellefu leiki með Val í efstu deild áður en hún var fengin yfir til Svíþjóðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

IFK Norrköping er búið að tryggja sér Diljá Ýr Zomers á lánssamningi frá BK Häcken sem gildir út tímabilið.


Diljá Ýr er fædd 2001 og ólst upp hjá FH en spilaði einnig fyrir Stjörnuna og Val áður en hún hélt erlendis í atvinnumennsku.

Diljá fór beint til Häcken en tækifærin með byrjunarliðinu hafa verið af skornum skammti svo nú mun hún reyna fyrir sér á lánssamningi hjá Norrköping í næstu deild fyrir neðan.

Bæði Hacken og Norrköping eru í toppbaráttu en nú getur Diljá búist við talsvert meiri spiltíma. Norrköping er í fjórða sæti þegar tímabilið er rúmlega hálfnað, fimm stigum eftir Växjö sem situr í öðru sæti. Tvö lið fara beint upp og fær þriðja sæti B-deildarinnar að spila umspilsleiki við þriðja neðsta sæti efstu deildar.

Diljá Ýr skoraði 5 mörk í 14 leikjum á síðasta deildartímabili en hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum á yfirstandandi leiktíð og gert eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner