Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   lau 10. ágúst 2024 18:38
Sölvi Haraldsson
Segist vera 25 kílóum léttari eftir kærkominn sigur
Lengjudeildin
Dragan var mjög sáttur
Dragan var mjög sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er frábært og mér líður eins og ég sé 25 kílóum léttari en ég var í morgun. Stórt hrós á strákana hvernig þeir spiluðu í dag því við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum núna upp á síðkastið. Við tókum þrjú stig í dag sem var bara frábært.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 3-2 sigur á Gróttu í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Dragan var ánægður með byrjunina á báðum hálfleikunum.

Við byrjum báða hálfleikana af krafti. Þegar við komumst 2-1 hugsaði ég að við töpum ekki leiknum. Í seinustu tveimur leikjum komumst við 1-0 yfir en það var ekki nóg. Bara flottur leikur hjá okkur, strákarnir stóðu sig mjög vel í dag og oft í sumar.

Dragan viðurkennir að það var komið stress í hann undir restina.

Bæði lið vildu vinna leikinn. Auðvitað var þetta stress. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki stressaður seinustu 5 mínúturnar. Strákarnir kláruðu þetta frábærlega. Það var ekkert stress hjá þeim.

Sigurinn í dag var mjög stór fyrir Dalvík/Reyni og Dragan var mjög sáttur.

Þetta er mjög stór sigur hjá okkur. Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur. Með flotta aðstöðu og flotta stjórn sem stendur á bakvið okkur alltaf. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höldum áfram að reyna að vinna næstu leiki.“

Þátt fyrir að þjálfari Gróttu fannst dómarinn ekki dæma leikinn vel í dag var Dragan á allt öðru máli.

Þetta var aldrei víti. Dómarinn í dag stóð sig alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með hvernig hann dæmdi þennan leik, þetta var aldrei víti fannst mér.“ sagði Dragan.

Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner