Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 10. ágúst 2024 18:38
Sölvi Haraldsson
Segist vera 25 kílóum léttari eftir kærkominn sigur
Lengjudeildin
Dragan var mjög sáttur
Dragan var mjög sáttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er frábært og mér líður eins og ég sé 25 kílóum léttari en ég var í morgun. Stórt hrós á strákana hvernig þeir spiluðu í dag því við höfum verið óheppnir í nokkrum leikjum núna upp á síðkastið. Við tókum þrjú stig í dag sem var bara frábært.“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 3-2 sigur á Gróttu í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Dragan var ánægður með byrjunina á báðum hálfleikunum.

Við byrjum báða hálfleikana af krafti. Þegar við komumst 2-1 hugsaði ég að við töpum ekki leiknum. Í seinustu tveimur leikjum komumst við 1-0 yfir en það var ekki nóg. Bara flottur leikur hjá okkur, strákarnir stóðu sig mjög vel í dag og oft í sumar.

Dragan viðurkennir að það var komið stress í hann undir restina.

Bæði lið vildu vinna leikinn. Auðvitað var þetta stress. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki stressaður seinustu 5 mínúturnar. Strákarnir kláruðu þetta frábærlega. Það var ekkert stress hjá þeim.

Sigurinn í dag var mjög stór fyrir Dalvík/Reyni og Dragan var mjög sáttur.

Þetta er mjög stór sigur hjá okkur. Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur. Með flotta aðstöðu og flotta stjórn sem stendur á bakvið okkur alltaf. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við höldum áfram að reyna að vinna næstu leiki.“

Þátt fyrir að þjálfari Gróttu fannst dómarinn ekki dæma leikinn vel í dag var Dragan á allt öðru máli.

Þetta var aldrei víti. Dómarinn í dag stóð sig alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með hvernig hann dæmdi þennan leik, þetta var aldrei víti fannst mér.“ sagði Dragan.

Viðtalið við Dragan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner