Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   lau 10. ágúst 2024 22:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum meiddist í sínum fyrsta leik - Davíð Kristján í sigurliði
Mynd: Birmingham City

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham í sínum fyrsta leik í C-deildinni á Englandi þegar liðið gerði jafntefli gegn Reading.


Hann þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik en Chris Davies, þjálfari Birmingham, staðfesti eftir leikinn að hann væri meiddur á hné en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru að svo stöddu.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni á þessari leiktíð. Willum gekk til liðs við Birmingham frá hollenska liðinu Go Ahead Eagles í sumar.

Davíð Snær Jóhannsson skoraði í 2-0 sigri Álasund í síðustu umferð en var ekki í leikmannahópnum í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Moss í næst efstu deild í Noregi. Álasund er í 14. sæti með 15 stig eftir 17 umferðir.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia þegar liðið vann 2-0 gegn Korona Kielce í pólsku deildinni. Cracovia er með 7 stig eftir 4 umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson kom ekkert við sögu þegar Leuven gerði 1-1 jafntefli gegn Anderlecht í belgísku deildinni. Leuven er með fimm stig eftir þrjár umferðir. Þá var Alfons Sampsted ekki í leikmannahópi Twente sem vann NEC Nijmegen 2-1 í fyrstu umferð hollensku deildarinnar en hann er sagður á leið til Birmingham.


Athugasemdir
banner
banner