Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Watkins kemur heitur inn í tímabilið - Rashford lagði upp
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Aston Villa vann síðasta æfingaleikinn sinn áður en enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. Aston Villa mætti Villarreal.

Ollie Watkins skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Watkins hefur spilað fjóra leiki og skorað í þeim öllum og kemur því sjóðandi heitur inn í tímabilið.

Emi Buendia skoraði svo annað markið snemma í seinni hálfleik. 2-0 sigur staðreynd. Buendiia var á láni hjá Leverkusen á síðustu leiktíð en hann hefur komið sterkur inn á undirbúningstímabilinu. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í síðustu þremur leikjum.

Barcelona vann öruggan sigur á Como 5-0. Fermin Lopez skoraði tvö fyrstu mörkin. Marcus Rashford lagði upp þriðja markið á Raphinha. Hann var með boltann inn á teignum og lagði hann fyrir á Raphinha sem skoraði örugglega. Lamine Yamal skoraði síðan tvö síðustu mörkin.
Athugasemdir
banner
banner