Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 10. ágúst 2025 22:00
Kári Snorrason
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mættu Val fyrr í kvöld í toppslag Bestu-deildarinnar. Blikar komust yfir snemma leiks, en Valsmenn sneru taflinu við í síðari hálfleik og unnu 2-1 sigur. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Gríðarlega svekkjandi, það verður að segjast alveg eins og er. Það verður ekki mikið meira svekkjandi en þetta."

Breiðablik var með yfirhöndina framan af leik.

„Yfirburðirnir voru stjarnfræðilegir í fyrri hálfleik og fannst mér þar til á svona 70. mínútu. Þá breyta þeir leiknum sínum og gera það ótrúlega vel. Þeir setja boltann á Frederik Schram, fara upp með alla og hamra upp."

„Sóknarleikurinn okkar var góður, en hann var bestur hjá okkur þegar við vorum að pressa. Við vorum að vinna boltann ofarlega og að komast í góðar stöður og þeir tóku fyrir það þegar þeir breyttu hjá sér."


Breiðablik lék síðastliðinn fimmtudag gegn Zrinjski Mostar úti í Bosníu. Liðið óskaði eftir frestun á leiknum hér í dag, en var neitað. Halldór var spurður um hvort þreytu hafi verið að ræða.

„Nei bara „in-swing" horn sem lenda inn í markinu. Leikurinn breytist hér undir lok leiks, þegar þeir fara í löngu boltana og innköstin. Fram að því fannst mér ég við miklu ferskari en þeir, bara hlupum yfir þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner