Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 10. ágúst 2025 22:00
Kári Snorrason
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mættu Val fyrr í kvöld í toppslag Bestu-deildarinnar. Blikar komust yfir snemma leiks, en Valsmenn sneru taflinu við í síðari hálfleik og unnu 2-1 sigur. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Gríðarlega svekkjandi, það verður að segjast alveg eins og er. Það verður ekki mikið meira svekkjandi en þetta."

Breiðablik var með yfirhöndina framan af leik.

„Yfirburðirnir voru stjarnfræðilegir í fyrri hálfleik og fannst mér þar til á svona 70. mínútu. Þá breyta þeir leiknum sínum og gera það ótrúlega vel. Þeir setja boltann á Frederik Schram, fara upp með alla og hamra upp."

„Sóknarleikurinn okkar var góður, en hann var bestur hjá okkur þegar við vorum að pressa. Við vorum að vinna boltann ofarlega og að komast í góðar stöður og þeir tóku fyrir það þegar þeir breyttu hjá sér."


Breiðablik lék síðastliðinn fimmtudag gegn Zrinjski Mostar úti í Bosníu. Liðið óskaði eftir frestun á leiknum hér í dag, en var neitað. Halldór var spurður um hvort þreytu hafi verið að ræða.

„Nei bara „in-swing" horn sem lenda inn í markinu. Leikurinn breytist hér undir lok leiks, þegar þeir fara í löngu boltana og innköstin. Fram að því fannst mér ég við miklu ferskari en þeir, bara hlupum yfir þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner