Það voru gríðarlega spennandi leikir í toppbaráttunni í Bestu deildinni í kvöld.
Topplið Vals fékk Breiðablik í heimsókn en aðeins tvö stig skildu liðin að fyrir leikinn. Þetta byrjaði vel fyrir Blika því Damir Muminovic skoraði snemma leiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni.
Topplið Vals fékk Breiðablik í heimsókn en aðeins tvö stig skildu liðin að fyrir leikinn. Þetta byrjaði vel fyrir Blika því Damir Muminovic skoraði snemma leiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni.
Eftir markið var lítið að frétta í fyrri hálfleiknum og Breiðablik fór með forystu í búningsklefann.
Höskuldur var nálægt því að skalla boltann í eigið net eftir 70 mínútna leik. Hann skallaði rétt yfir og Valur fékk því hornspyrnu. Valsmenn nýttu sér hana þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson átti fyrirgjöf og Bjarni Mark Antonsson skoraði með skalla.
Það var ótrúleg dramatík í leiknum því Valur fékk hornspyrnu í blálokin og Orri Sigurður Ómarsson skoraði með skalla eftir aðra hornspyrnu frá Tryggva Hrafni. Gríðarlega sterkur sigur fyrir Valsmenn.
Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í ótrúlegum leik. Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir rúmlega stundafjórðung kom Jóhann Árni Gunnarsson Stjörnumönnum yfir. Örvar Eggertsson skallaði boltann áfram á Jóhann sem kláraði færið vel.
Víkingur fékk tækifæri til að jafna metin stuttu síðar en Erlingur Agnarsson skallaði beint á Árna Snæ Ólafsson. Örvar bætti öðru markinu við fyrir Stjörnuna eftir frábæra stungusendingu frá Benedikt Warén.
Snemma í seinni hálfleik komst Víkingur inn í leikinn þegar Þorri Mar Þórisson gerðist brotlegur inn í teig og fékk að líta rauða spjaldið. Gylfi Þór Sigurðsson minnkaði muninn þegar hann skoraði úr vítaspyrnunni.
Manni færri fór Andri Rúnar Bjarnason langt með að tryggja Stjörnunni sigurinn. Karl Friðleifur ætlaði að senda á Viktor Örlyg en Andri Rúnar komst í boltann og lék á Pálma Rafn Arinbjörnsson í marki Víkings og skoraði.
Guðmundur Baldvin Nökkvason innsiglaði sigur Stjörnunnar stuttu síðar. Víkingur fékk annað víti í blálokin og Gylfi Þór skoraði sitt annað mark en það var of seint fyrir Víking.
Valur er áfram á toppnum en liðið er komið með 37 stig, Víkingur er áfram í 2. sæti með 32 stig og Breiðablik í 3. sæti einnig með 32 stig. Stjarnan fer upp í 4. sæti með 28 stig.
Valur 2 - 1 Breiðablik
0-1 Damir Muminovic ('4 )
1-1 Bjarni Mark Antonsson ('71 )
2-1 Orri Sigurður Ómarsson ('93 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. 2 - 4 Stjarnan
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('17 )
0-2 Örvar Eggertsson ('27 )
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('53 , víti)
1-3 Andri Rúnar Bjarnason ('75 )
1-4 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('82 )
2-4 Gylfi Þór Sigurðsson ('86 , víti)
Rautt spjald: Þorri Mar Þórisson, Stjarnan ('52) Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
8. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
9. Afturelding | 17 | 5 | 5 | 7 | 20 - 25 | -5 | 20 |
10. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Athugasemdir