
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var svekktur með niðurstöðuna í leik sinna manna gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Origovellinum, hann var þó stoltur af sínum drengjum en Valur vann leikinn 2-1 eftir framlengingu og voru gestirnir óheppnir að jafna ekki undir lokin.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 HK
„Þetta er bara úrslitaleikur þó hann hafi verið í 8-liða úrslitum, en jú ég er súr en mjög stoltur af liðinu.''
„Við byrjuðum ekki nógu vel en áttum svo góðar 70 mínútur, förum svo í framlengingu þar sem við fáum töluvert af færum bæði til að komast yfir og svo jafna undir lokin.''
Bjarni Gunn kemur inná og jafnar ásamt því að tryggja liðinu næstum í vító, hversu mikilvægur er hann?
„Þú sást það í dag, hann jafnar í dag eftir aukaspyrnu og kemur sér í góð færi, hann kemur mjög vel inn í leikinn eftir að hafa verið frá í töluverðan tíma.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Brynjar Björn betur um leikinn, leikmannahópinn og framhaldið.
Athugasemdir