Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 10. september 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Vill sjá Leeds í topp sex eftir fimm ár
Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, vonast til að félagið geti komist í topp sex á Englandi eftir fimm ár.

Nýliðarnir hefja leik í ensku úrvalsdeildinni gegn meisturunum í Liverpool á laugardag.

Radrizzani segir að fyrsta markmið á þessu tímabili sé að forðast fall en hann er með háleitari markmið á næstu árum.

„Ég vona að við getum verið áfram í ensku úrvalsdeildinni næstu tvö árin," sagði Radrizzani.

„Eftir þessi tvö ár held ég að við getum stigið upp og minnkað bilið í stærri liðin. Mitt markmið er auðvitað að vera nálægt topp sex eftir fimm ár."
Athugasemdir
banner