Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   lau 10. september 2022 12:00
Aksentije Milisic
Haldinn neyðarfundur hjá Inter - Þrjú töp í síðustu fjórum leikjum
Lukaku var ekki viðstaddur á fundinum.
Lukaku var ekki viðstaddur á fundinum.
Mynd: EPA

Gazzetan á Ítalíu segir frá því að neyðarfundur hafi verið haldinn á æfingasvæði Inter Milan eftir tapleikinn gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í miðri viku.


Bayern vann leikinn sannfærandi með tveimur mörkum gegn engu en þetta var þriðji tapleikurinn í síðustu fjórum leikjum hjá Inter.

Leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn hittust þá og fóru yfir málin en Romelu Lukaku, sóknarmaður liðsins, er sá eini sem var ekki á staðnum. Hann er í Belgíu í endurhæfingu vegna meiðsla.

Framkvæmdarstjóri Inter ku hafa talað í langan tíma og í kjölfarið stigu fram menn á borð við Samir Handanovic og Nicolo Barella og töluðu við mannskapinn áður en haldið var á æfingu.

Sumir hafa haldið því fram að leikmenn Inter séu ekki í formi en gögin sína annað. Liðið hljóp meira en bæði Bayern Munchen og AC Milan en báðir þessir leikir töpuðust.

Simone Inzaghi er sagður vera rólegur yfir stöðu mála og að það sé nægur tími til að snúa blaðinu við. Inter mætir Torino á heimavelli í Serie A í dag og í kjölfarið kemur leikur gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner