Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 10. september 2022 18:10
Sverrir Örn Einarsson
Ívar Örn: Ekki ánægður með tímabilið í fyrra svo það er fínt að fá svona viðurkenningu
Lengjudeildin
Ívar Örn Jónsson
Ívar Örn Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að sækja sigur hér í dag en leikurinn fer svolítið úr skorðum. VIð fáum á okkur mark og missum mann út af. Mér fannst við bregðast vel við því samt og þetta var leikur alveg til loka og við erum bara hundfúlir að hafa ekki fengið neitt út úr honum.“
Sagði Ívar Örn Jónsson leikmaður HK eftir 4-3 tap HK gegn Grindavík suður með sjó fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Ívar sem leikur sem vinstri bakvörður í dag hefur átt gott tímabil í liði HK sem þegar hefur tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári. Fyrir það var hann verðlaunaður í dag þegar lið ársins í Lengjudeildinni var tilkynnt í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag. En þar er Ívar í varnarlínunni.

„Ég er mjög ánægður með það og vill þakka Fótbolta.net fyrir það og það er mikill heiður. Stefnan var alltaf að fara upp með uppeldisfélaginu og fara aftur í úrvalsdeild. Það var auðvitað hræðilegt að falla í fyrra en við náðum að rétta úr kútnum og fara beint upp aftur sem er mjög ánægjulegt. Maður var svo sjálfur ekki ánægður með tímabilið í fyrra svo það er fínt að fá svona viðurkenningu og er ég mjög þakklátur fyrir hana.“

Þjálfari HK Ómar Ingi Guðmundsson var valinn þjálfari ársins í Lengjudeildinni fyrir að stýra liðinu upp. Fréttaritari spurði Ívar hvernig hefði verið að leika fyrir Ómar sem tók nokkuð óvænt við liðinu snemma í mótinu,

„Bara hrós á Ómar og teymið hjá honum. Bara að hafa tekið stjórnina strax. Það var mjög auðvelt að missa þetta í eitthvað, þetta er mikið millibilsástand þegar við missum þjálfarann svona stutt inn í mótið en þeir tóku bara stjórnina strax og fóru að vinna þetta eftir sínum gildum og það var bara frábært. Það hefur gengið mjög vel og bara ekkert nema stórt hrós á Ómar og teymið.“

Sagði Ívar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner