Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 10. september 2022 18:10
Sverrir Örn Einarsson
Ívar Örn: Ekki ánægður með tímabilið í fyrra svo það er fínt að fá svona viðurkenningu
Lengjudeildin
Ívar Örn Jónsson
Ívar Örn Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að sækja sigur hér í dag en leikurinn fer svolítið úr skorðum. VIð fáum á okkur mark og missum mann út af. Mér fannst við bregðast vel við því samt og þetta var leikur alveg til loka og við erum bara hundfúlir að hafa ekki fengið neitt út úr honum.“
Sagði Ívar Örn Jónsson leikmaður HK eftir 4-3 tap HK gegn Grindavík suður með sjó fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Ívar sem leikur sem vinstri bakvörður í dag hefur átt gott tímabil í liði HK sem þegar hefur tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári. Fyrir það var hann verðlaunaður í dag þegar lið ársins í Lengjudeildinni var tilkynnt í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag. En þar er Ívar í varnarlínunni.

„Ég er mjög ánægður með það og vill þakka Fótbolta.net fyrir það og það er mikill heiður. Stefnan var alltaf að fara upp með uppeldisfélaginu og fara aftur í úrvalsdeild. Það var auðvitað hræðilegt að falla í fyrra en við náðum að rétta úr kútnum og fara beint upp aftur sem er mjög ánægjulegt. Maður var svo sjálfur ekki ánægður með tímabilið í fyrra svo það er fínt að fá svona viðurkenningu og er ég mjög þakklátur fyrir hana.“

Þjálfari HK Ómar Ingi Guðmundsson var valinn þjálfari ársins í Lengjudeildinni fyrir að stýra liðinu upp. Fréttaritari spurði Ívar hvernig hefði verið að leika fyrir Ómar sem tók nokkuð óvænt við liðinu snemma í mótinu,

„Bara hrós á Ómar og teymið hjá honum. Bara að hafa tekið stjórnina strax. Það var mjög auðvelt að missa þetta í eitthvað, þetta er mikið millibilsástand þegar við missum þjálfarann svona stutt inn í mótið en þeir tóku bara stjórnina strax og fóru að vinna þetta eftir sínum gildum og það var bara frábært. Það hefur gengið mjög vel og bara ekkert nema stórt hrós á Ómar og teymið.“

Sagði Ívar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner