Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 13:40
Aksentije Milisic
Martial spilaði reglulega meiddur - „Solskjær sagði að hann þurfti mig"
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar.
Ole Gunnar.
Mynd: EPA

Anthony Martial, leikmaður Manchester United, er meiddur þessa stundina en hann hafði staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.


Martial hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla á þessu tímabili en hann átti engu að síður flotta innkomu í sigurleiknum gegn Liverpool í þriðju umferð deildarinnar.

Eftir þann leik fór hann aftur á meiðslalistann en Martial segist hafa reglulega spilað meiddur síðustu tvö tímabil en fjölmiðlar vissu ekki að því.

„Ég spilaði reglulega meiddur síðustu tvö tímabil. Ég gat ekki notað hraðann minn í fjóra mánuði eftir Covid-tímabilið. Stjórinn, Ole Gunnar Solskjær, sagði að hann þurfti mig, svo ég spilaði," sagði Martial við franska fjölmiðla.

„Miðað við leik minn, ef ég get ekki notað hraðann, þá verður þetta erfitt. Stjórinn sagði aldrei frá meiðslunum mínum í fjölmiðlum. Að lokum enda ég svo á því að meiðast alvarlega og þegar ég kom til baka, þá fékk ég ekki að spila meir."

„Ég tók þessu mjög illa og mér finnst þetta rangt. Það er verið að biðja þig um að fórna þér fyrir félagið og eftir það er þér vísað burt. Fyrir mér voru þetta svik."

Martial var á láni hjá Sevilla að hluta til á síðasta tímabili en þar fann hann sig enganveginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner