Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 10. september 2022 16:42
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Það þarf ekkert að fara í fjölmiðla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum kampakátur eftir að hans lið tryggði Lengjudeildartitilinn eftir öruggan 4-0 sigur á lánlausum Vogamönnum.

Við settum okkur tvö markmið fyrir þetta tímabil. Það var að fara upp um deild og spila með þeim bestu. Síðan að vera meistarar í þessari deild. Við náðum þeim, það er ótrúlega gaman að ná markmiðum sínum.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þróttur V.

Rúnar hélt svo áfram að tala um hve stoltur hann er af sínu unga liði.

Það voru miklar breytingar á Fylkisliðinu í fyrra vetur. Við erum búnir að æfa vel og það skilaði sér í frábæru sumri og við skorum yfir 60 mörk í deildinni."

Spurður út í hvað liðið þarf að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deild. Svaraði hann því á yfirvegaðan hátt. 

Við þurfum að bæta okkur á ýmsum vígstöðum varðandi varnarleik og sóknarleik og við gerum það í vetur."

Rúnar er mjög ánægður með Fylki og það sem er í gangi hjá félaginu en hann vill gera ennþá betur.

„Það er frábær umgjörð hérna. Völlurinn er æðislegur, þetta gerist ekki betra á Íslandi þessi umgjörð, þessi vallaraðstæður. Það er margt hægt að byggja á. Það þarf margt að haldast í hendur til að ná árangri. Góður leikmannahópur, góð umgjörð í kringum leikmannahópinn. Þetta er fjárhagslega sterkt félag, þannig við þurfum að búa til meiri peninga."

Rúnar sagði margt til viðbótar þess sem stendur hér að ofan. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir