29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 10. september 2022 16:42
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Það þarf ekkert að fara í fjölmiðla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum kampakátur eftir að hans lið tryggði Lengjudeildartitilinn eftir öruggan 4-0 sigur á lánlausum Vogamönnum.

Við settum okkur tvö markmið fyrir þetta tímabil. Það var að fara upp um deild og spila með þeim bestu. Síðan að vera meistarar í þessari deild. Við náðum þeim, það er ótrúlega gaman að ná markmiðum sínum.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þróttur V.

Rúnar hélt svo áfram að tala um hve stoltur hann er af sínu unga liði.

Það voru miklar breytingar á Fylkisliðinu í fyrra vetur. Við erum búnir að æfa vel og það skilaði sér í frábæru sumri og við skorum yfir 60 mörk í deildinni."

Spurður út í hvað liðið þarf að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deild. Svaraði hann því á yfirvegaðan hátt. 

Við þurfum að bæta okkur á ýmsum vígstöðum varðandi varnarleik og sóknarleik og við gerum það í vetur."

Rúnar er mjög ánægður með Fylki og það sem er í gangi hjá félaginu en hann vill gera ennþá betur.

„Það er frábær umgjörð hérna. Völlurinn er æðislegur, þetta gerist ekki betra á Íslandi þessi umgjörð, þessi vallaraðstæður. Það er margt hægt að byggja á. Það þarf margt að haldast í hendur til að ná árangri. Góður leikmannahópur, góð umgjörð í kringum leikmannahópinn. Þetta er fjárhagslega sterkt félag, þannig við þurfum að búa til meiri peninga."

Rúnar sagði margt til viðbótar þess sem stendur hér að ofan. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner