Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
   lau 10. september 2022 16:42
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Það þarf ekkert að fara í fjölmiðla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum kampakátur eftir að hans lið tryggði Lengjudeildartitilinn eftir öruggan 4-0 sigur á lánlausum Vogamönnum.

Við settum okkur tvö markmið fyrir þetta tímabil. Það var að fara upp um deild og spila með þeim bestu. Síðan að vera meistarar í þessari deild. Við náðum þeim, það er ótrúlega gaman að ná markmiðum sínum.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þróttur V.

Rúnar hélt svo áfram að tala um hve stoltur hann er af sínu unga liði.

Það voru miklar breytingar á Fylkisliðinu í fyrra vetur. Við erum búnir að æfa vel og það skilaði sér í frábæru sumri og við skorum yfir 60 mörk í deildinni."

Spurður út í hvað liðið þarf að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deild. Svaraði hann því á yfirvegaðan hátt. 

Við þurfum að bæta okkur á ýmsum vígstöðum varðandi varnarleik og sóknarleik og við gerum það í vetur."

Rúnar er mjög ánægður með Fylki og það sem er í gangi hjá félaginu en hann vill gera ennþá betur.

„Það er frábær umgjörð hérna. Völlurinn er æðislegur, þetta gerist ekki betra á Íslandi þessi umgjörð, þessi vallaraðstæður. Það er margt hægt að byggja á. Það þarf margt að haldast í hendur til að ná árangri. Góður leikmannahópur, góð umgjörð í kringum leikmannahópinn. Þetta er fjárhagslega sterkt félag, þannig við þurfum að búa til meiri peninga."

Rúnar sagði margt til viðbótar þess sem stendur hér að ofan. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner