Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 10. september 2022 16:42
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Það þarf ekkert að fara í fjölmiðla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, var að vonum kampakátur eftir að hans lið tryggði Lengjudeildartitilinn eftir öruggan 4-0 sigur á lánlausum Vogamönnum.

Við settum okkur tvö markmið fyrir þetta tímabil. Það var að fara upp um deild og spila með þeim bestu. Síðan að vera meistarar í þessari deild. Við náðum þeim, það er ótrúlega gaman að ná markmiðum sínum.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þróttur V.

Rúnar hélt svo áfram að tala um hve stoltur hann er af sínu unga liði.

Það voru miklar breytingar á Fylkisliðinu í fyrra vetur. Við erum búnir að æfa vel og það skilaði sér í frábæru sumri og við skorum yfir 60 mörk í deildinni."

Spurður út í hvað liðið þarf að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deild. Svaraði hann því á yfirvegaðan hátt. 

Við þurfum að bæta okkur á ýmsum vígstöðum varðandi varnarleik og sóknarleik og við gerum það í vetur."

Rúnar er mjög ánægður með Fylki og það sem er í gangi hjá félaginu en hann vill gera ennþá betur.

„Það er frábær umgjörð hérna. Völlurinn er æðislegur, þetta gerist ekki betra á Íslandi þessi umgjörð, þessi vallaraðstæður. Það er margt hægt að byggja á. Það þarf margt að haldast í hendur til að ná árangri. Góður leikmannahópur, góð umgjörð í kringum leikmannahópinn. Þetta er fjárhagslega sterkt félag, þannig við þurfum að búa til meiri peninga."

Rúnar sagði margt til viðbótar þess sem stendur hér að ofan. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner