Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. september 2022 20:43
Brynjar Ingi Erluson
Samúel átti frábæra innkomu í Grikklandi - Leuven í góðum gír
Samúel Kári skoraði fyrsta mark sitt fyrir Atromitos
Samúel Kári skoraði fyrsta mark sitt fyrir Atromitos
Mynd: Atromitos
Jón Dagur og félagar hans í Leuven eru að gera gott mót
Jón Dagur og félagar hans í Leuven eru að gera gott mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gríska liðið Atromitos er það vann Ionikos, 4-1, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Atromitos keypti Samúel frá Viking á dögunum en hann var að spila annan leik sinn fyrir gríska félagið í kvöld.

Liðið var 1-0 undir í hálfleik gegn Ionikos og gerði þjálfari Atromitos þrefalda skiptingu. Viðar Örn Kjartansson var meðal annars tekinn af velli og þá kom Samúel Kári inn.

Atromtios jafnaði á 53. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Samúel liðinu yfir. Atromitos bætti við tveimur mörkum til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Atromitos er í 3. sæti með 7 stig.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði OFI Crete sem tapaði fyrir Panetolikos, 2-1. Guðmundur fór af velli á 77. mínútu. OFI er í 11. sæti með 3 stig.

Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði allan leikinn fyrir varalið Borussia Dortmund sem tapaði fyrir Oldenborg, 2-1, í C-deildinni í Þýskalandi.

Daníel Leó Grétarsson spilaði síðustu mínúturnar fyrir Slask Wroclaw sem lagði Lechia Gdansk, 2-1. Daníel kom inná sem varamaður í uppbótartíma. Slask er í 9. sæti með 12 stig.

Elías Már Ómarsson spilaði fyrri hálfleikinn er Nimes gerði markalaust jafntefli við Bastia í frönsku B-deildinni. Nimes hefur ekki náð sér á strik í byrjun tímabils og er í 14. sæti með 8 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði í 3-2 sigri Leuven á Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni. Hann fór af velli á 61. mínútu leiksins, en Leuven hefur gengið gríðarlega vel í síðustu fjórum leikjum. Liðið hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli í þeim leikjum og er nú í 4. sæti deildarinnar með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner