Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 10. október 2019 10:05
Magnús Már Einarsson
Dortmund reyndi að fá Klopp aftur í fyrrasumar
Jurgen Klopp,
Jurgen Klopp,
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segir að félagið hafi reynt að fá Jurgen Klopp aftur við stjórnvölinn sumarið 2018.

Klopp varð tvívegis þýskur meistari á sjö árum sínum hjá Dortmund en hann hætti hjá liðinu vorið 2015. Síðar sama ár tók hann við Liverpool.

„Ég vissi að Jurgen myndi vilja standa við samninginn sinn hjá Liverpool," sagði Watzke í bók sem hann var að gefa út.

„Jurgen hefur alltaf uppfyllt samninga sína en við vildum fara nýjar leiðir hjá Dortmund og ég varð að minnsta kosti að spyrja Jurgen hvort hann gæti ímyndað sér þetta."

„Ég bjóst alls ekki við þessu en ég hefði aldrei fyrirgefið sjálum mér að spyrja ekki á þessu augnabliki."

Athugasemdir
banner
banner
banner